Auðræði sækir fram

Punktar

Lýðræði jafngildir ekki betri stjórn. Lýðurinn er heimskur og flykkist að bófum, sem lofa gulli og grænum skógum, samanber SDG. Tæknin við að ljúga að fólki eykst hraðar en tækni lýðsins við að sjá gegnum lýðskrum. Eini kostur lýðræðis umfram annað er, að það gerir kleift að losna við illa valdhafa án blóðsúthellinga. Smám saman dofnar kosturinn, lýðræðið breytist í auðræði. Ferlið er lengst komið í Bandaríkjunum. Þar eru allir þingmenn og forsetinn á framfæri auðmanna og efla hag þeirra á kostnað almennings. Við erum komin í vítahringinn. Íslenzka lýðræðið er að breytast í auðræði. Í boði kjósenda.