Auðveld stjórnarmyndun

Punktar

Vel er hægt að hugsa sér fjögurra flokka stjórn undir forustu Vinstri grænna. Þar mundu verða Píratar, Flokkur fólksins og Samfylkingin með samtals um 40 þingmenn og nægan meirihluta. Þessi stjórn mundi endurreisa velferðar- og heilsukerfið og setja upp fjármögnunarkerfi fyrir litlar íbúðir. Um þetta eru þessir flokkar sammála. Þeir geta farið yfir nýju stjórnarskrána og hugsanlega gert breytingar að góðra manna yfirsýn. Kvótakerfið og uppboð veiðileyfa er mál, sem margir flokkanna mundu styðja. Afnám leyndarhyggju og opin stjórnsýsla er annað sáttarefni. Við getum eftir mánuð innleitt sólskin í stað bófamyrkurs.