Auðvelt esperanto

Punktar

Esperanto er eina alþjóðamálið, sem hefur lifað, milljón manns skilja það. Flestar heimsbókmenntir fást á því, auk þess sem bókmenntir eru beinlínis skrifaðar á því. Kostur þess er, að það er flestum auðskilið og er miklu einfaldara og aðgengilegra en enska. Samræmi milli stafsetningar og hljóða og allar reglur málsins án undantekninga. Um helgina hefst hér alþjóðaþing esperantista með þúsund þátttakendum. Ísland á sess í þessu samfélagi, meðal annars fyrir áhrif rithöfundarins Þórbergs Þórðarsonar. Margt færi betur í fjölþjóðlegu samstarfi, ef auðvelt esperanto leysti erfiða ensku af hólmi.