Auðvitað enginn ábyrgur

Punktar

Böndin berast að Sigurði Inga forsætis. Lögreglan vísar á ráðuneytið, sem vísar aftur á lögguna. Hugsanlega er þó á ferðinni vænisýki Haralds Johannesen. Þungt er að bera ábyrgð á afnámi þjóðhátíðar á Austurvelli. Allir vísa frá sér allri ábyrgð. Í fyrra voru mótmæli boðuð, en ekki að þessu sinni. Taugaveiklun á að leysa á annan hátt, með viðtali við sálfræðing, en ekki á kostnað almennings. Einu sinni var þetta þjóðhátíð, en nú er það prump fyrir pamfíla og sendiherra. Austurvöllur táknaði 17. júní þá gjá, sem myndast hefur milli þjóðarinnar og bófaflokkanna tveggja. Í haust getur þjóðin gert upp sakirnar við glæpahyskið.