Auglýsingar eru ekki tjáning

Fjölmiðlun

Í nútímanum tíðkast orðhenglar meira en nokkru sinni fyrr. Markmiðið er að setja jákvæðan svip á neikvætt atferli og öfugt. Auglýsingastofur eru fremst í þessum flokki. Hafa atvinnu af að selja óþarfar og/eða hættulegar vörur og þjónustu. Samtök þeirra mótmæltu takmörkun á auglýsingafrelsi sem takmörkun á tjáningarfrelsi. Fráleit túlkun þeirra. Tjáningarfrelsi snýst um frelsi fólks til að tjá sig og segja fréttir. Snýst ekki á neinn hátt um frelsi auglýsenda til að auglýsa og selja vörur og þjónustu við hliðina á barnaefni sjónvarps. Auglýsingar eru bara sala, en ekki stjórnarskrárvernduð tjáning.