Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, kom út í morgun. Með fylgiritinu er annað fylgirit, sem heitir Tækni og afþreying. Það er fullt af auglýsingum eins og flest aukablöð. Milli auglýsinganna hefur þó verið komið fyrir tveimur fréttum. Ef fréttir skyldi kalla. Önnur er dulbúin auglýsing á símafélaginu Nova og hin er dulbúin auglýsing á símafélaginu Vodafone. Ég minnist þess, að í gamla daga börðust ritstjórar dagblaða gegn ágangi auglýsingadeilda. En núna hafa þær yfirtekið ritstjórnina. Allt efni aukablaðsins er samfelld auglýsing. Ritstjórnin hefur kvatt og farið heim.