Auglýsingin svínvirkaði

Punktar

Auglýsingin í New York Times hafði heldur betur áhrif. Fulltrúi ríkisstjórnar Bandaríkjanna sagði í fáti, að hinn frægi listi stuðningsríkja innrásarinnar í Írak væri fallinn úr gildi og til sögunnar kominn styttri listi yfir ríki, sem hefðu sent hermenn til Íraks. Í kjölfar auglýsingarinnar og fátsins, sem kom á fulltrúa Bandaríkjastjórnar í kjölfarið, hefur fréttin um íslenzku auglýsinguna farið víða, allt frá Reuters yfir í Al Jazeera. Það fer því ekki framhjá neinum, sem máli skiptir í heiminum, að allur þorri íslenzku þjóðarinnar styður alls ekki hina almennt fordæmdu innrás.