Kaupþing auglýsir á ensku eftir starfsfólki í dagblöðum, sem að öðru leyti eru skrifuð á íslenzku. Það greiðir þeim, sem þess óska, launin í evrum. Á næstu mánuðum hyggst bankinn byrja að gera upp reikninga sína í evrum. Hnattvæðingin heldur linnulaust áfram. Þáttur í henni er aðför að íslenzku, sem kemur fram á fleiri sviðum. Vandamálafræðingar taka upp ensk heiti á viðkvæmum hugtökum minnihlutahópa og sjúklinga. Vandamálafélög skíra sjúkdóma enskum skammstöfunum. SMS-tungumál unga fólksins er skotið ensku. Kannski er íslenzka orðin úrelt tungumál í hnattvædda markaðssamfélaginu.