Auglýst eftir flokkum

Punktar

Til að ná árangri þurfa nýir stjórnmálaflokkar að höfða til fjölda. Píratar leggja mikla áherzlu á upplýsingafrelsi og upplýsingaflæði. En enginn flokkur, leggur áherzlu á minnkaða stéttaskiptingu, til dæmis hærri laun láglaunafólks. Þar standa í vegi verkalýðsleiðtogar og fjórflokkurinn. Þá er enginn flokkur, sem leggur áherzlu á staðfestingu nýju stjórnarskrárinnar. Þar standa í vegi fjórflokkurinn og lagatæknar. Loks er enginn flokkur, sem leggur áherzlu á endurheimt þjóðarauðlinda. Þar standa í vegi kvótagreifar, sem eiga tvo flokka og ítök í öðrum tveimur. Slíkir nýir flokkar geta boðið fram hver í sínu lagi og síðan komið sér saman í stjórnarmyndun.