Aukið málfrelsi

Punktar

Fésbókin reynist að ýmsu leyti betur en hefðbundnir fjölmiðlar. Allir fá aðgang, án þess að sæta ákvörðunum hliðvarða. Málfrelsi er meira en áður var, en það er fullt af þvælu. Þú getur auðvitað tínt upp það, sem þú vilt, og látið annað eiga sig. Fésbókin magnar valið með því að ota því að þér, sem hún heldur þig vilja fá. Þetta er miklu magnaðri sérhæfing en framboð hefðbundinna fjölmiðla. Hvað úr þessu verður, veit nú enginn. Zuckerberg sér þar ódáinsakra í hillingum, enda verður hann ógeðslega ríkur af uppfinningu sinni. Aðrir ættu að stilla væntingum sínum í hóf. En fésbókin bætir upp sífellt fátækari hefðbundna fjölmiðla.