Börnum, sem líða skort, fjölgar ört á Íslandi. Fjölþjóðastofnanir taka eftir því, þótt Íslendingum sé sama. UNICEF, barnastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur birt skýrslu um ástandið. Þar kemur fram, að tíunda hvert barn á Íslandi líður skort. Tíunda hvert barn. Mestur er skorturinn á húsnæði og hefur sá skortur aukizt hratt. Úr 8,9% í 13,4%. Stafar af, að lágtekjufólk hefur hvorki efni á að kaupa eða leigja þak yfir höfuðið. Neyðist til að hírast í kompum. Þetta eiga allir að vita, en fólk neitar að sjá, það er of óþægilegt. Fjölmennastar í fátæka hópnum eru fjölskyldur ungs fólks, sem neyðast svo til að flýja land.