Aukin mismunun stétta

Punktar

Hagvöxtur Vesturlanda hefur síðustu árin leitt til aukins ójafnaðar, því að peningar renna í auknum mæli til þeirra, sem betur mega sín, en velferðin er skorin niður. Skattar eru til dæmis lækkaðir á tekjum af fjármagni hinna ríku, en hækkaðir á tekjum af vinnu hinna fátæku. Í auknum mæli fæðast menn og deyja í sömu stétt. Miðstéttirnar nálgast undirstéttina og sameinast henni að lokum, en sérstaða fámennrar yfirstéttar eykst. Samkvæmt frétt í New York Times sýna bandarískar rannsóknir, að mikill hluti fólks áttar sig ekki enn á þessu og miklar fyrir sér möguleika sína og barna sinna til að klifra upp þjóðfélagsstigann. Samkvæmt annarri frétt í New York Times hefur ríkisstjórnin þar í landi hefur ákveðið að nota sér þennan misskilning kjósenda. Hún hyggst lækka skatta á þeim ríkustu og skera niður velferð hinna fátækustu.