Þótt ríkisstjórnin hafi rækilega klúðrað viðræðuslitum við Evrópu, er engin umræða um hugsanlega aðild þessi misserin. Evrópusambandið er í ýmsum vanda. Þar hafa um skeið verið undirmálsmenn við völd og nýir undirmálsmenn hafa tekið við. Sambandið hefur færst frá alþýðuvináttu til stórbokkavináttu, hrikalegasta dæmið eru TISA-viðræðurnar. Sambúðin við glæfrapólitík Grikklands hefur einnig leikið sambandið grátt og vandséð er, hvernig hún endar. Innviðir fjármála og fjárstrauma hafa reynzt of veikir og spillingarríki hafa misnotað aðstöðuna. Þá er þungbært að hafa Bretland innbyrðis, ævinlega með rýtinginn uppi í erminni.