Aukinn ójöfnuður

Punktar

Á Íslandi verða hinir ríku ríkari og hinir fátæku standa í stað. Munurinn á efstu og lægstu fimm prósentunum hefur tvöfaldazt á einum áratug. Það eru um 11.000 manns í hvorum flokki, annars vegar þeir, sem hafa milljón krónur á mánuði, kaupa lóð á 15 milljónir og íbúðarhús á 70 milljónir. Hins vegar eru einstæðar mæður, öryrkjar og hluti aldraðra. Við siglum að þessu leyti í kjölfar annarra þjóða, sem hafa fetað götu dólgaauðvalds burt frá þeim tíma, þegar hér bjó ein þjóð í einu landi. Nú er stefnt að því, að gamla límið í þjóðfélaginu gefi sig hér á landi sem annars staðar.