Réttindi flugfarþega í Evrópu voru efld á fimmtudaginn. Þá tóku gildi reglur Evrópusambandsins, sem fela í sér aukna ábyrgð flugfélaga á farþegum sínum og fækkun undantekninga frá þeirri ábyrgð. Flugfélög í Evrópu hafa almennt sagzt munu kyngja þessu. Þeir, sem komast ekki vegna yfirbókana, fá 35,000 krónur í skaðabætur auk nýs farseðils. Sérstakar reglur eru um greiðslu fyrir brottfall flugs og seinkanir.Don Phillips fjallar um breytinguna í International Herald Tribune. Þessar reglur eru dæmi um, að Evrópusambandið vill slá skjaldborg um rétt þeirra, sem eru minni máttar.