Aukinn vandi Flokksins

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn býr við aukinn vanda. Stefnan sérvitrari en hún var, andstaða við Evrópu eindregnari og stuðningur við kvótagreifa eindregnari. Flokkurinn hefur engan veginn gert upp fortíðina, hamfarastefnu  Davíðs og Hannesar Hólmsteins. Raunar lætur flokkurinn eins og fortíðin sé ekki til. Þjóðarsagan hafi byrjað árið 2009 eftir hrun Geirs H. Haarde. Flokkurinn staðfestir flokksformennsku þátttakanda í svikamyllum hrunverja, í Vafningi, Sjóvá, N1, BNT og Mætti. Kannski löglegt, en án efa siðlaust. Fatti þjóðin þessa veikleika flokksins, verður hann ekki upp á marga fiska í kosningunum.