Aukum gegnsæi álagningar

Punktar

Fyrir 2001 voru upplýsingar úr álagningarskrám skatta birtar í Noregi á sama hátt og hér. Hægt var að fletta skránum í þrjár vikur á skrifstofum skatts og sveitarfélaga. Árið 2001 var birtingafrelsið aukið í Noregi. Þá voru þessar skrár gerðar öllum aðgengilegar á veraldarvefnum og árið um kring. Þetta bætti skattaskil í Noregi um 3%. Búast má við svipuðum árangri hér. Ekki sízt, ef skrárnar eru uppfærðar mánaðarlega eins og Gunnar Th. Kristinsson, staðgengill skattrannsóknastjóra bendir á. Við þurfum að losna úr viðjum meinlokunnar, að fjármál séu einkamál. Leyndó í fjármálum er hornsteinn íslenzkrar spillingar.