Geri Íslendingar eitthvað af viti, hafa þeir ekki úthald til leiðarenda. Um það er nýja stjórnarskráin bezta dæmið: Fullkomin framvinda; svo landráð Hæstaréttar; millispil Jóhönnu; algerlega einróma stjórnarskrárnefnd alls konar fólks; síðan samþykkt að helztu atriðum í þjóðaratkvæði. Pólitíkin stakk svo plagginu bara undir stól. Fólk gafst upp og gaf bófaflokkunum meirihluta í kosningum. Enn fékk þjóðin höggstað á bófunum í haust. Eftir uppljóstranir um, að helztu ráðherrar hafi komið milljörðum undan þjóðhagsreikningum í skattaskjól á aflandseyjum. Niðurstaðan varð, að enn og aftur gafst þjóðin upp. Gaf bófunum nýjan meirihluta.