Aumingjar meirihlutans

Punktar

Ríkisstjórnarflokkarnir sviku þjóðina um stjórnlagaþingið. Féllust á tillögu Sjálfstæðisflokksins um sérfræðinganefnd og stuttan þjóðfund. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að Alþingi taki að sér hlutverk stjórnlagaþings. Hefur áður verið reynt og aldrei leitt til neinnar niðurstöðu. Skelfilegur ósigur, sem sýnir ráðleysi og gæfuleysi meirihlutans. Hann ræður ekki við minnihluta Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Meirihlutinn lenti í tímahraki, því að hann getur ekki hugsað sér minna en tveggja mánaða sumarfrí. Þetta eru aumingjar. Þjóðin verður sjálf að skipuleggja stjórnlagaþing og sparka fjórflokknum.