Aumingjarnir í afgang

Punktar

Rökin með lækkun auðlindarentu í sjávarútvegi halda ekki vatni. Vilji stjórn framkvæma lög, gerir hún það, stundum með því að fá alþingi til að lagfæra reglur. Vilji stjórn ekki framkvæma lög, finnur hún upp eitthvað bull um, að lögin séu óframkvæmanleg. Ríkisstjórnin setur kvótagreifa í forgang og tekur þá fram fyrir aumingjana, sem fá bara nýjar nefndir í sín vandamál. Og fram fyrir aumingjana, sem geta ekki staðizt kröfur um aukinn námshraða. Eða geta ekki þénað til hliðar við ellilaun og örorku. Þegar stjórnin forgangsraðar svona, lýsir hún vilja sínum: Hún hossar greifum og setur aumingja í afgang.