Aumt Kastljós

Punktar

Hallærislegt var hjá Ríkissjónvarpinu að láta Valgerði Sverrisdóttur ráðherra kúga sig til að hrekja Steingrím J. Sigfússon úr Kastljósinu, svo að hún gæti verið þar ein að ráðast á Steingrím. Bréf Páls Magnússonar og Þórhalls Gunnarssonar um efnið segir lítið annað en: Af því bara. Engin verðbólga á orðum er að kalla þetta niðurlægjandi valdþjónkun. Það æsir frekjuna upp í ráðherrunum að leyfa þeim að hrekja stjórnarandstöðuna úr þætti. Teygja þarf ímyndunaraflið til að kalla þetta ritstjórnarlega ákvörðun. Það var bara eymdin eins og ég sá hana fyrir fimmtíu árum.