Hallærislegt var hjá Ríkissjónvarpinu að láta Valgerði Sverrisdóttur ráðherra kúga sig til að hrekja Steingrím J. Sigfússon úr Kastljósinu, svo að hún gæti verið þar ein að ráðast á Steingrím. Bréf Páls Magnússonar og Þórhalls Gunnarssonar um efnið segir lítið annað en: Af því bara. Engin verðbólga á orðum er að kalla þetta niðurlægjandi valdþjónkun. Það æsir frekjuna upp í ráðherrunum að leyfa þeim að hrekja stjórnarandstöðuna úr þætti. Teygja þarf ímyndunaraflið til að kalla þetta ritstjórnarlega ákvörðun. Það var bara eymdin eins og ég sá hana fyrir fimmtíu árum.