Auralaust hernám

Punktar

Paul Krugman telur í New York Times, að hernám Íraks og afleiðingar þess kosti Bandaríkin margfalt meira fé og mannskap en ráðamenn Bandaríkjanna hafa talið sér trú um. Hugmyndir um að nota sölu ríkiseigna Íraks og sölu langtíma olíuvinnsluréttar til að fjármagna hernámið og afleiðingar þess hafa farið út um þúfur vegna spellvirkja, enda hefði slíkur þjófnaður enga alþjóðlega réttarstöðu. Bandaríkin hafa þegar tæmt ríkissjóð Íraks og hafa ekki í aðra sjóði að venda nema sinn eigin, sem George W. Bush hefur þegar tæmt í þágu hinna allra ríkustu.