Orkustjórar og verkfræðingar þeirra telja sig vera guði. Reisa stíflur, sem bila og hleypa flóði af vatni og aur yfir láglendið, sjá Andakílsá. Munum eftir Steingrímsstöð. Reisa turna og setja upp loftlínur, sem verða hvarvetna fyrir augum fólks, er hugðist horfa á land. Munum mörgu Búrfellslínurnar. Stífla vatn í uppistöðulón með misjafnri vatnshæð eftir árstíðum. Búa til breiða aurbakka, sem fjúka upp í þurrkatíð. Reisa efnaiðnað, sem spúir eimyrju yfir land og þjóð. Munum kísilverið í Helguvík. Sjálfskipaðir guðir halda, að náttúran verði tamin. Hugsa fram að næsta gosi. Tilraunir til að leika guði eyðileggja sambýlið við náttúruna.