Ávísun á stríðsglæpi

Punktar

Bandarískir hermenn lentu á þyrlu í Líbýu til að bjarga flugmönnum, sem skutu sér út úr brennandi flugvél. Skutu á allt og alla eins og þeirra er vani. Þetta segir mér, að alls ekki má leyfa, að bandarískir hermenn stígi á land í Líbýu. Það er bara ávísun á grófa stríðsglæpi eins og við þekkjum frá Afganistan. Raunar verða Vesturveldin að stöðva stríð sitt í Líbýu. Alveg nóg hefur þegar verið gert þar. Meira en nóg var áður komið af stríðsglæpum viljugra ríkja annars staðar. Því miður eru uppreisnarmenn í Líbýu helzt hæfir til að skjóta upp í loftið. Þeir verða samt að sjá um sín mál sjálfir.