“Awesome” Grapevine

Fjölmiðlun

Grapevine er fínt blað, sem ég les alltaf, dálítið kotroskið. Dæmi um útgáfu á pappír, sem fann sína hillu, þótt flest blöð eigi núna bágt. Ókeypis blað, lifir á auglýsingum, án þess að það sjáist á efni. Í senn túristablað; blað fyrir unga og nýja aðflutta; og blað fyrir vinstri sinna, einkum um tónlist. Ég kvartaði nýlega yfir veitingarýni þess. Pirraðist á lofrullu um lélegt Saffran, líklega aðild að átaki í almannatengslum. Að öðru leyti sæki ég í blaðið og hef gagn af því. Mér þótti vel við hæfi, að ritstjóranum skyldi í nýjasta leiðara takast að nota uppáhalds-lýsingarorð blaðsins, “awesome”.