Taj Mahal
230 km sunnan við Delhi er hinn forna höfuðborg mógúlanna í Agra á 16. og 17. öld. Hún geymir einn mesta dýrgrip menningarsögunnar, minningarhöllina Taj Mahal.
Shah Jakan lét reisa Taj Mahal til minningar um drottningu sína, Mumtaz Mahal. Minningarhöllin er paradís, eins konar gimsteinn í víðáttumiklum garði. 500 kíló af gulli fóru í höllina. Smíðinni lauk 1653.
Höllin er samhverf utan um miðsal með kistum drottningar og konungs. Veggir hallarinnar eru klæddir marmara að utan sem innan með innlögðum blómaskreytingum og versum úr kóraninum.