B. Hefðarbúðir

Borgarrölt, London
Berry Brothers, London 2

Berry Brothers, dæmigerð búð fyrir sérfræðinga, selur öldruð borðvín

Verzlun-búðaráp

Liðin er sú tíð, er London var ein hagstæðasta verzlunarborg Evrópu. En hún er enn ein hin skemmtilegasta. Einkum eru það sérverzlanirnar, sem gera garðinn frægan, sumar frá fyrri öld eða öldum. Ef við tökum forngripaverzlanirnar sem dæmi, þá eru á því sviði ótölulega margir flokkar sérverzlana í ákveðnum tímabilum ákveðinna tegunda og ákveðinna landa.

Leiðsögnin um verzlanir í London verður í höfuðdráttum í formi gönguferðar um St James´s hverfi og austurhluta Mayfair hverfis. Í leiðinni verður bent á ýmsar sögufrægar verzlanir, þótt fleira megi skoða en þær einar.

Ef sumum lesendum finnst karlmönnum gert hærra undir höfði en konum, er það til afsökunar, að karlmannabúðir í London eru sumar gamlar og rótgrónar, en kvennabúðir hins vegar nýlegar og innfluttar frá París eða Róm.

Óþarfi er að leiðbeina lesendum sérstaklega til vöruhúsanna miklu við Oxford Street og Regent Street, þar sem menn reyna að finna hið fáa, sem ekki fæst heima á Íslandi. Hins vegar er gaman að glugga í frægar og dýrar búðir, ekki beinlínis til að verzla, heldur til að skoða þær eins og aðra merkisstaði borgarinnar. Og kaupsýslan í London er ekki síður merkileg en gamlar kirkjur, söfn og myndastyttur.

Næstu skref