B. Kappadokia – Ankara

Borgarrölt, Istanbul
Fornminjasafnið - Ankara

Anatólíusafnið

Ankara

Fyrir ferðamenn er Ankara bara flugvöllur, hlið að töfrum Kappadókíu. Fátt er að sjá í borgini annað en Anatólíusafnið og hugsanlega grafhýsi Mustafa Kemal Atatürk. Kíkjum aðeins í safnið.

Anatólíusafnið, Anadolu Medeniyetleri Müzesi, er fyrst og fremst frægt fyrir minjar um fornþjóð Hittíta. Þeir voru stórveldi 1600-1180 f.Kr. og háðu fræga orrustu við Egypta við Kadesh árið 1274 f.Kr um yfirráð í Sýrlandi. Í safninu er rúmt um sýningargripi, sem gerir skoðun þægilega. Þar er friðarsamningurinn við faraó greyptur í stein.

Grafhýsi Atatürk er mikil höll ofan á felli með voldugum hásúlum í einræðisherrastíl. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja í nærri nöktum húsakynnum. Mustafa Kemal Atatürk vildi gera Tyrkland að vestrænu þjóðríki. Arfleifð hans hefur verið á undanhaldi síðustu áratugi.

Næstu skref
Atatürk grafhýsi - Ankara 2

Grafhýsi Atatürk