Til að liðka fyrir stjórnarsamstarfi ættu vinstri grænir að fallast á umsókn og viðræður um Evrópuaðild. Auðvitað með þjóðaratkvæðagreiðslu í lokin, þegar í ljós er komið, hvað er í boði. Vinstri grænir gefa þá ekki eftir réttinn til að vera andvígir niðurstöðunni í slag þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um, hvort hefja skuli viðræður, er freistandi, en spillir fyrir tilraunum til stjórnarmyndunar. Fyrir þá eftirgjöf geta vinstri grænir krafizt eftirgjafar Samfylkingarinnar í stórvirkjunum og álbræðslum. Báðir aðilar verða að gefa eftir feita liði til að ná saman.