Bæjarstjóri í Kabúl

Punktar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talar fávíslega um íslenska aðila að hernámi Afganistans sem “friðargæzluliða”. Þeir eru það ekki, þeir eru hluti af hernámsliði Nató. Þeir eru til stuðnings Hamid Karzai forseta, sem ræður yfir fjórðungi landsins. Hinu ráða talíbanar og herstjórar. Hver vestræni herforinginn á fætur öðrum segir stríðið gegn Afganistan vera tapað. Þeir kalla Karzai “bæjarstjórann í Kabúl”. Atlantshafsbandalagið heldur að venju uppi lygavef um stríðið tapaða. Það breytir því ekki, að Nató á ekki erindi þar. Íslendingar hafa þar hlutverk vestræns og hataðs hernámsliðs.