Bænastund sjónvarps

Punktar

Ég hef aldrei skilið tilgang leiðarenda kvöldfrétta ríkissjónvarpsins á tölum um hlutabréf og gengi. Enda veit ég, að þeir, sem fylgjast með slíku, hafa betri tök á því en kvöldfréttirnar. Nú hefur Joe Moran skýrt þetta út í Guardian. Upplestur talna í lok kvöldfrétta kemur í stað bænastundar. Lesturinn á að segja okkur, að sjónvarpið sé alvarlegur fréttamiðill, sem endi ekki á skemmtilegri frétt af páfagaukum á Vopnafirði. Sjónvarpið sé í þess stað pokaprestur markaðshyggjurnar, sem endi hvern dag á að þylja innantómar bænir til guðs síns. Það er að segja til markaðarins sem náttúruafls.