Bændur á borgaralaun

Punktar

Áratugir eru síðan ég hóf skrif um takmörkun sauðfjárræktar. Tillaga mín var, að sauðfjárbændur fengju eins konar borgaralaun. Fyrir það eitt að vera til og halda uppi sportbúskap í dreifðum byggðum. Ljóst var þá og enn augljósara er nú, að annars andast sauðfjárbúskapur og dreifbýli. Tillagan gerir ráð fyrir, að sauðfjárbændur framleiði eins og þeim sýnist, en ríkið hafi engin afskipti af því. Hvorki framleiðslustyrkir né niðurgreiðslur. Bara borgaralaun án neinnar framleiðsluskyldu. Við blasir, að vélmenni úreldi ýmsar stéttir, sem þurfi að fara á borgaralaun. Ágætt er, að sauðfjárbændur brjóti ísinn í borgaralaunum.