Bænir og bölbænir

Punktar

Þótt ég sé lélega kristinn, er mér sama um bænir í útvarpinu. Þær ættu ekki að skaða neinn, nema bölbænir séu. Útvarpið verður auðvitað að hafa hemil á slíku. En rökrétt væri að bjóða öðrum lífsskoðunarhópum að fara með bænir eða íhugun í útvarpinu. Eitthvað, sem getur róað fólk. Aðalatriðið er, að það taki skamman tíma og valdi ekki rofi í dagskrá. Málið er hluti af deilu um stöðu kirkjunnar í ríkinu. Að venju fara vanstilltir fram úr sér í vopnaskaki vegna málsins. Einkum öfgaklerkar á borð við Hjálmar Jónsson. Telur aðskilnað ríkis og kirkju fela í sér andstöðu við kristni. Bítur í skjaldarrendur og mætti róa sig niður.