Bagdað verður ný Grosný

Punktar

Alan Cowell segir í New York Times, að Írakar verjist með skæruhernaði, þeim einum hætti, sem þjóðir hafa alltaf varizt hernaðarlegum yfirburðum árásárliðs. Hann vitnar í Clifford Beal, ritstjóra Jane’s herfræðitímaritsins, sem segir, að stríðið í Bagdað verði eins og stríðið í Grosný í Tsjetsjeníu og jafnvel eins og stríðið í Hue í Víetnam og Mogadishu í Sómalíu. Með návígi í borgum og miklu mannfalli af beggja hálfu bæti verjendur sér upp frumstæða hernaðartækni. Þeir veiti bílaflotum innrásarliðsins fyrirsát, hverfi af götunum inn í hús, þar sem þeir þekkja hvern krók og kima, og ráðist skyndilega fram á nýjum stað. Því meira, sem blóðbaðið verði, þeim mun erfiðara verði fyrir Bush og Blair að verja ofbeldið.