Bakari hengdur fyrir smið

Punktar

Stjórnin hefur í flestu staðið sig vel og stjórnarandstaðan hefur í flestu staðið sig illa. Samt töpuðu stjórnarflokkarnir miklu fylgi í könnun Gallups og andstaðan vann mikið fylgi. Skýringin er IceSave, klúður stjórnarinnar í samningunum við Bretland og Holland. Það fer svo illa í þjóðina, að halda mætti, að IceSave sé ríkisstjórninni að kenna. Raunar er IceSave fyrst og fremst Sjálfstæðisflokknum að kenna og að nokkru leyti Framsóknarflokknum líka og Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn bjó til kerfið, sem leiddi til IceSave hrunsins. Hann samdi um greiðslur, sem hann þykist nú vera andvígur.