Bakhlið ágætisins

Punktar

Ef menn gefa sér, að gott sé að hafa krónuna, fylgir ýmislegt með í pakkanum, gengislækkanir og gengishrun. Þannig hefur það ætíð verið í sögu krónunnar og verður áfram. Því fylgir svonefndur „forsendubrestur“. Felst í, að ráðagerðir standast ekki vegna mikilla verðbreytinga. Meginþáttur stjórnarsamstarfsins er millifærsla, sem kölluð er „leiðrétting“ og „réttlæti“. Stjórnarflokkarnir reyna botnlaust rugl: Að víkka millifærsluna upp í hærri tekjuflokka fólks á kostnað skattgreiðenda. Gefi menn sér ágæti krónunnar, hvernig skýra þeir þá harmleikina, sem felast í gengishruni og þörf á harðsóttum „leiðréttingum“?