Húsavík hefur ekki náð samningum við PCC um orkusölu til stóriðju á Bakka. Leggur samt í mikinn kostnað. Hyggst nú semja við PCC um lóð og höfn. Þegar sá kostnaður er útlagður, hefst hefðbundið væl. Um, að búið sé að leggja svo mikinn kostnað út, að ófært sé að hætta við. Að venju verður Landsvirkjun pínd til að kaupa of stóra rafala, samanber Helguvík. Og til að lækka verð á orku niður fyrir kostnaðarverð. Þannig verður stóriðjan gerð óhjákvæmileg. Sama, gamla raunasagan, sem kallast Helguvíkur-fléttan. Ríkisstjórn séríslenzks pilsfaldakapítalisma mun stuðla að þessari gamalkunnu útkomu.