Eingöngu Pólverjar vinna að uppsteypu orkuvers á Þeistareykjum. Líklega þarf ekki að borga þeim taxtakaup. Þannig hefst dýrðin við drauminn á Bakka. Hún er eins og við þekkjum úr fyrri orkudraumum. Athafnir leiða ekki til atvinnu og margfeldisáhrifin margfrægu eru lítil sem engin. Önnur byrjun draumsins á Bakka er vatnsflóðið í Vaðlaheiðargöngum. Þar átti kostnaður okkar enginn að vera, en verður tuttugu milljarðar, þegar upp er staðið. Við borgum líka höfn við Bakka og göng milli Bakka og Húsavíkur. Allt til að selja ósjálfbæra jarðhitaorku á tombóluverði. Þetta eru auðvitað landráð. Seint ætlar þjóðin að fullorðnast.