Bakland ókyrrist

Punktar

Baklandið í Viðreisn er farið að ókyrrast. Flokkurinn hefur ekki sýnt tilþrif í stjórninni. Sýni hann frumkvæði, sætir hann háði þingmanna í Sjálfstæðisflokki. Slík ókyrrð er ekki í Bjartri framtíð, sem á ekki lengur bakland. Viðreisn er þó altjend enn með 5,5% fylgi og gæti komið manni á þing í næstu kosningum. Stutt er til sveitarstjórnakosninga og baklandið vill flýta landsþingi til næsta hausts. Ekki er hægt að sjá neina hreyfingu á spurningunni um aðild Íslands að Evrópu. Og skipuð hefur verið rifrildisnefnd til að drepa á dreif uppboðum á veiðileyfum. Í sveitarstjórnakosningunum mun Björt framtíð deyja og Viðreisn fara á nástráið.