Flokkurinn stækkar báknið með að ráða landsfundarfólk sem forstjóra óþarfra stofnana. Þar með vinnur flokkurinn tvennt. Stækkar báknið og getur svo hamast á kröfu um einkavinavæðingu þess. Útvegar rænulitlum flokksmönnum feitan bita, svo þeir þurfi ekki að keppa á vinnumarkaði. Með þessu tvennu hefur Flokkurinn byggt upp embættismannakerfi Flokksins og dómskerfi Flokksins. Alls staðar eru andverðleikar hafðir í heiðri. Búnar til 80 manna stofnanir, sem eru þjóðinni gagnslausar. Flokkurinn bendir síðan á skort á skilvirkni síns eigin kerfis og einkavinavæðir gróðavænlega einokunarþætti. Andverðleikar á tvöföldu blússi.