Bakpokamaður yfirbugaður

Fjölmiðlun

Fréttir vekja oft fleiri spurningar en þær svara. Vísir segir hóp manna með kirkjuvörðinn í broddi fylkingar hafi “yfirbugað” erlendan mótmælanda í Dómkirkjunni. Fjölmiðillinn hefur eftir Hjálmari Jónssyni presti, að sá hafi verið “með stóran bakpoka, sem hvað sem er gat verið í”. Mig langar til að vita meira um þennan mann. Hvernig útlendingur var þetta, hverju var hann að mótmæla, lét hann ófriðlega, hafði hann hátt, var hann vopnaður? Eða er nóg að vera með stóran bakpoka til að vera vísað úr kirkjunni. Sjálfsagt eru til eðlilegar skýringar á þessu öllu, en fjölmiðillinn gefur okkur þær ekki.