Bakslag í einkavæðingu

Punktar

Sænska ríkisendurskoðunin hefur fundið út, að skattgreiðendur töpuðu ógrynni fjár á einkavæðingu í heilsugeiranum. Einkareknar heilsugæzlustöðvar skiluðu verri þjónustu fyrir meiri peninga. Einkum versnaði þjónusta við þá, sem minna mega sín, fátæka og veika. Stundum neyddist ríkið til að draga einkavini að landi. Svipað gerðist í danskri einkavæðingu heilsuþjónustu. Hjúkrunarheimili voru illa rekin, veittu vonda þjónustu, svo að ríkið tók þau yfir að nýju. Við þekkjum svipað ástand hér í albanísku sjúkrahóteli Ásdísar Höllu. Einkavæðing heilsuþjónustu er trúarofstæki græðginnar, sem kostar meira fé fyrir lakari þjónustu.