Bakþankar í Framsókn

Punktar

Jarðbundin samtök um fjárhagslega hagsmuni félagsmanna fara að tvístíga, þegar ógnað er stöðu þeirra í valdakerfinu. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn áttað sig á, að tökum hans á þjóðfélaginu er núna ógnað af fylgishruni vegna eins máls, sem formaður flokksins hefur sótt af óviðeigandi kappi. … Lykilmenn í flokknum hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé í lagi að hafa bara kennitöluskipti á lögum, sem forseti landsins vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og koma þannig í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. Þeir hafa verið í sambandi við almenna flokksmenn og áttað sig á stöðunni. … Halldór Ásgrímsson flokksformaður hefur hins vegar misst tökin á framvindunni. …