Bakvið eldavélina

Veitingar

Guðni Ágústsson fékk það skakkt í hausinn. Staður karlsins er við eldavélina og  konunnar úti í sal. Þær kunna snyrtimennsku og mannasiði, þeir kunna að skarka í pottum og pönnum. Þannig eru sum beztu matarhús okkar. Eins og í Frakklandi, uppsprettu matargerðarlistar. Ekki segja mér, að þetta sé rangt, eitthvað verða karlar að hafa sér til ágætis, þegar konur eru beztar í öllu öðru. Geta meira að segja hugsað um þrennt í senn, en karlar bara um eitt eða bara hálft í senn. Sér til varnar hafa Guðni og sálufélagar bara rembuna, sem hefur sligað öldunga um aldir. Ættu að prófa eldavélina og reyna að gera eitthvert gagn í lífinu.