Ráðuneytisstjóri Geirs Haarde lofaði Bretum að borga IceSave upp í topp með rosavöxtum. Síðan þá höfum við verið dæmd til að borga IceSave. Upphæðin er núna komin niður í 10% af fyrstu upphæð. Kominn tími til að loka dæminu, brosa og borga. Að öðrum kosti fer málið fyrir dómstól, þar sem við munum skíttapa og verða gjaldþrota með stæl. Það einfaldar kannski málið, því að þá afhendum við fiskimiðin, segjum við okkur til sveitar í Evrópusambandinu. Þannig leysum við IceSave og Evrópusambandsaðild í einu rothöggi. Auðvitað í boði þjóðrembinganna, sem þúsundum saman flykkjast á nýja mótmælalistann.