Augljóst er nú, að við völd eru bófaflokkar, eins og ég benti oft á fyrir kosningar. Þeir setja fögur kosningaloforð í flókin og tímafrek ferli í alls konar nefndum. Vinda sér hins vegar beint í að þjónusta þá, sem borguðu kosningabaráttu Framsóknar og Sjálfstæðis. Fólk er nú loksins að fatta hið rétta, að þetta eru hreinir bófaflokkar. Sést vel af skarpri þáttöku fyrstu tveggja daganna í undirskriftasöfnun gegn lækkun auðlindarentu kvótagreifa. Hagi bófarnir sér eins gróft og þeir hafa gert eftir kosningar, má búast við, að þeir æsi meirihluta fólks gegn sér. Og þá er ballið rétt að byrja.