Fæstir þeirra, sem hafna bófaflokkum stjórnmálanna, fara mjög langt. Sumir gefast upp á pólitík og hætta að kjósa. Einkum er alvarlegt, að hópum saman kýs ungt fólk ekki, hefur aldrei kosið og mun aldrei kjósa. Það eru eðlileg viðbrögð, þegar rangt er gefið í spilunum, en koma engum að gagni. Sumir færa sig yfir í Bjarta framtíð, sem er hlutlaus í pólitík. Hún telur öll dýrin í skóginum eiga að vera vini. Guðmundur endar sem forsætis, en ekkert breytist. Nýir flokkar eiga fæstir neinn aðgang að þjóðarsálinni, helzt píratar, en þeir standa þó tæpt. Kvótagreifar munu öllu ráða hér eftir sem hingað til.