Bananalýðveldið færir út kvíarnar. Ráðherra lýgur að alþingi og aðstoðarmenn hennar hafa réttarstöðu grunaðra. Forsætis hefur tékkhefti í vasanum og gefur peninga, þótt ríkisendurskoðun mótmæli. Alþingi hunzar niðurstöðu þjóðaratkvæðis um stjórnarskrá og setur málið í salt. Þar á meðal er Björt framtíð, réttar nefnd Svört framtíð. Forsætis hefur lögheimili á eyðibýli á útnára til að hafa fé af ríkinu. Lofar kjósendum leiðréttingu forsendubrests, en kemur því ekki í verk. Stjórnarflokkarnir gera lítið annað en að færa fé frá fátækum til ríkra. Kjósendur horfa svo á glæpina og yppta bara öxlum.