Bandaríkjamönnum að kenna

Punktar

Stríðið í Írak er ekki bara George Bush að kenna. Það er Bandaríkjamönnum að kenna. Þeir kusu hann og endurkusu hann meira að segja eftir að eðli hans var orðið ljóst. Hvar eru milljónir manna að mótmæla á götum borga í Bandaríkjunum? Hvergi. Hér og þar eru hundrað manns. Hvar er hin heilaga reiði, sem drap stríðið gegn Víetnam? Hvergi. Demókratar malda í móinn, en eru meira eða minna sammála repúblikönum. Obama frambjóðandi vill meira að segja ráðast á Íran. Clinton frambjóðandi studdi stríðið gegn Írak fram á þetta ár. Veruleiki almennra Bandaríkjamanna er firrtur sýndarveruleiki.