Bandarísk afneitun

Punktar

Nýjasta birtingarmynd bandarískrar afneitunar eru ráð, sem Timothy Geithner fjármálaráðherra veitti Evrópu og Evrópusambandinu. Þau koma í framhaldi af tilraun Barack Obama til að kenna Evrópu um heimskreppuna. Staðreyndin er hins vegar, að Bandaríkin eru verr á vegi stödd en Evrópa. Þau eru til dæmis skuldugri en Evrópa. Bandaríkin standa líka enn föst á því, að ríkisvald og skattgreiðendur eigi að fjármagna bankakreppur. Í Evrópu vilja menn það, sem er heilbrigðara, að bankar fjármagni sínar kreppur með eigin sjóðum. Kominn er tími til, að víkja bönkum frá völdum. Evrópskur bankaskattur gerir það.